Ég veit ekki hvort maður hljómar eins og nörd þegar maður segir að það er búið að setja nýjar myndir af Hafnarfirði á Google earth. Ég var að skoða fjallið sem ég bý á þegar ég tók eftir því að verslanirnar hinumegin við lækinn eru komnar inn á kortið. Þá fór ég að skoða og sá að grunnurinn að húsinu sem er verið að bygga hinumegin við götuna er kominn inn. Þá flaug ég yfir á gamla húsið sem við bjuggum í og sá að vinnuskúrarnir voru horfnir af planinu og þá var ég alveg viss um að það væri búið að mynda aftur.
Skakkarlappir
Brátt kemur sólin
<< Home