miðvikudagur, ágúst 05, 2009

Jæja þá er fríið brátt á enda. Ef einhver efast um snilli mína við að velja réttu frídagana þá má sá hinn sami skoða hvernig veðrið hefur verið frá föstudeginum 10. júlí til dagsins í dag. Það kom einn rigningardagur meðan ég var í fríi og þá rigndi svo lítið að gatan blotnaði varla. Núna aftur á móti er byrjað að rigna nokkuð hressilega og því kominn tími til að skella sér aftur í vinnuna.