sunnudagur, apríl 27, 2008


Í dag fórum við unginn í fjöruferð í Nauthólsvík, þar mokuðum við sandi í kappi við Flosa frænda. Það var náttúrulega bongóblíða og fullt af fólki að spóka sig í sólinni. Á stígnum sem liggur framhjá Nauthólsvíkinni var múgur og margmenni á reiðhjólum, línuskautum, hlaupaskóm og einn á gönguskíðum á hjólum.

Þegar við vorum búin að moka nóg var skundað upp á bílastæði, þar blasti við mér par í litlum bíl. Þau voru í miðju foreldramyndandi atferli og kipptu sér ekki mikið upp við að fólk væri á ferðinni allt í kringum bílinn þeirra. Ég sótroðnaði fyrir þeirra hönd og þorði ekki einusinni að taka mynd af þeim til að selja í ódýrt klámblað.

Seinni ferð dagsins var öllu siðsamlegri því þá fórum við Giggo í göngutúr ofan og neðanjarðar í nágrenni Kaldársels. Allir voru í buxum og enginn varð sér til skammar.