þriðjudagur, júní 01, 2010

Ég tók stutt skokk í gær. Leiðin lá eins og í fyrradag út á vegleysurnar hér fyrir sunnan hús, ég hljóp yfir línuveginn og aðeins upp með hrauninu og sneri þar við og hljóp inn í bæinn aftur og heim. Heildarlengd var 6 Km sléttir.

Nú er ég búinn að velta skóm fyrir mér í nokkurn tíma. Ég finn ekki þá sem mig langar helst að prófa en það eru Salomon skór, ég þori ekki að panta þá því það er ekki nokkur leið að átta sig á stærðunum á þessu drasli. Ég nota venjulega skó nr 43 og hef gert í mörg ár en nú ber svo við að þeir hlaupaskór sem ég hef mátað eru í annaðhvort 44 eða 44,5. Mér finnst það ansi stórt stökk upp úr 43.