sunnudagur, maí 30, 2010

Ég vaknaði alveg eiturhress í morgun og skellti mér í gönguskóna. Stefnan var tekin á tröppunum heima beint upp í Kaldársel eftir krókaleiðum í hraunjaðri, ég hljóp þessa leið íð siðustu viku en var ekki með Gps þá og vantaði bæði vegalengd og trakk af leiðinni. Ég tók myndavélina líka með svo ég gæti myndað leiðina. Ég var óratíma á leiðinni en þar sem veðrið var alveg frábært kom það ekki að sök. Ég ætla að henda trakkinu inn á Wikiloc þannig að fleiri geti notið leiðarinnar. Hér er slóð á leiðina sem ég fór.