sunnudagur, júní 20, 2010

Ég tróð mér í hlaupagallann í dag í fyrsta sinn í hálfan mánuð. Ég gerði hlé á æfingunum til að ná úr mér beinhimnubólgu sem ég var kominn með, ég fór bara mjög stutt til að byrja með en prófaði að spretta aðeins til að sjá hvort lappirnar þyldu álagið. Það kemur sennilega ekki í ljós fyrr en í fyrramálið þegar ég legg af stað niður stigann.