sunnudagur, júní 29, 2008

Við fórum út að borða á föstudag, unginn var settur í pössun til ömmu sinnar á meðan. Þetta er í fyrsta sinn sem við förum eitthvað tvö saman út síðan í ágúst í fyrra þegar við lögðum af stað í stóru ferðina. Það var soldið skrýtið að fara svona í burtu frá unganum.


Í gærkvöld fórum við á tónleika í Laugardalnum. Við vorum mætt upp úr klukkan 6 og fundum okkur sæti á góðum stað í brekkunni. Natalía var með í för og virtist hafa nokkuð gaman af öllu fólkinu sem var þarna. Það var allavega mesta furða hvað hún hélt ró sinni því við fórum ekki heim fyrr en rúmlega 10. Þá var okkur orðið frekar kalt og eins gott að reyna að troðast heim áður en allir færu heim.

Nú á ég bara eina viku eftir heima í barneignaleyfi og svo byrjar vinnan aftur með tilheyrandi gleði. Ég get huggað mig við það að ég á allt sumarfríið eftir og tek það í ágúst. Þá þarf að brúa bilið frá því Anna byrjar að vinna og þar til Natalía kemst á leikskóla.
Þetta er kannski engin óskastaða að geta ekki tekið sumarfríið saman en það verður bara að hafa það eins og er. Við tökum bara flottara frí á næsta ári.

mánudagur, júní 23, 2008

Ég held að fyrsti bíllinn minn hafi verið hálfgerð drusla.

Ég fór í dag og keypti bremsuklossa í jeppann. Ég ætlaði að vera búinn að því fyrir lifandis löngu síðan því það logaði alltaf bremsuljós í mælaborðinu. Ég byrjaði á að fara í stillingu því það er styst að fara þangað en þeir áttu ekki klossa þannig að ég brunaði í Suzukiumboðið. Þegar sölumaðurinn var búinn að finna varahlutina fyrir mig og láta mig borga, spurði hann hvort ég hefði ekki átt súkku fox í gamladaga. Ég gat víst ekki neitað því, hann sagðist þá muna eftir mér frá því ég var fastagestur í varahlutadeildinni.

Þegar ég gekk út var ég sannfærður um að bíllinn hafi verið drusla því ég seldi hann árið 1993 og sölumaðurinn man enn eftir mér og bílnum.

laugardagur, júní 14, 2008Stundum kemur myndefnið einfaldlega flúgandi yfir svalirnar hjá manni. Þessar eru teknar þegar verið var að leita að 11 ára gamalli stúlku hér í hverfinu. Hún fannst heil á húfi og allt fór vel. Það er ekki langt síðan svona vifta var hér bakvið hús að leita að bankaræningja þannig að þetta er að verða alvanalegt.

föstudagur, júní 13, 2008

Ef einhver hefur ekki tekið eftir því þá er eitthvað fótboltamót í gangi þessa dagana. Maður kveikir ekki að sjónvarpi eða útvarpi án þess að það sé annaðhvort verið að sýna fótbolta eða tala um hann. Ég er feginn að þetta skuli gerast að sumri til þegar maður hefur nokkurnvegin allt að gera annað en að horfa á sjónvarp. Fyrst sjónvarpið er undirlagt í þessu þá mætti nú alveg sleppa því að tala um þessi leiðindi í útvarpinu á klukkutíma fresti.

jæja maður hefur svosem val um að slökkva bara á þessu eða skipta um stöð.

mánudagur, júní 09, 2008


Ég skrapp út að labba í kvöld. Ferðinni var heitið að Arnarvatni og Seltúni.