laugardagur, október 28, 2006

Hér er náttúrulega ekkert að gerast þannig að nún verður skifað um veðrið.... Síðan við komum hingað þann 25. sept hefur verið einn heill þurr dagur. nei andsk....

***

Það er soldið merkilegt að vera staddur hér í Færeyjum þessa dagana því Færeyingar eru núna að koma út úr skápnum. Þetta gengur ekki andskotalaust fyrir sig hjá þeim og hefur gengið svo langt að frægasti homminn hér, 26 ára tónlistarmaður (hvað annað) hefur verið lagður inn á geðdeild eftir að fjórir menn veittust að honum inni á skemmtistað. Starfsmönnum staðarins tókst að koma mönnunum út og loka staðnum en þá tók ekki mikið betra við því 40 manns söfnuðust saman fyrir utan staðinn og ætluðu sér að berja samkynhneigðina úr honum. Þetta dugði ekki til því eftir að hann slapp heim byrjuðu menn að hringja heim til hans og hóta honum lífláti.

Þætti fólki alveg í gúddí ef ég segði ykkur að á torginu fyrir framan samkomu húsið hér í bæ væri búið að hlaða bálköst til að brenna norn á. Það er aldrei að vita nema ein finnist svo kveikja megi eld..... 2007 er alveg að koma

mánudagur, október 23, 2006

Jæja ég komst heim og aftur út. Það er búið að auka öryggiskröfurnar mikið í fluginu hér á milli eftir slysið fyrir hálfum mánuði. Núna ganga flugfreyjurnar á milli og athuga hvort allir séu spenntir í belti og ef þær sjá ekki beltið t.d fyrir ístru eða fötum sem geta legið yfir beltinu þá er maður beðinn að sýna hvort maður sé spenntur.

Flugið gekk eins og í sögu. Það var tekið á loft frá Reykjavík upp úr hádegi í heiðskíru veðri og logni stefnan var tekin yfir Kópavog og Álftanes en síðan beygt aðeins og flogið yfir Helgafell og Kaldársel og þaðan yfir Bláfjöll þar sem stefnan var sett austur með suðurströndinni og yfir Þórsmörk. Ég sat gjörsamlega límdur við gluggann því ég hef ekki séð svona vel út úr flugvél áður.

Eftir lendingu og hemlun var klappað fyrir flugáhöfninni.

sunnudagur, október 15, 2006

Ég er búinn að fatta afhverju Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er með svona stór eyru. Ef þið eruð ekki búin að fatta það sjálf þá er best að fara að lesa blöðin.

***

Ég datt um koll í dag því aldrei þessu vant er ekki hífandi rok og beljandi rigning.... meira svona logn og úði.

laugardagur, október 14, 2006

Jæja ég er kominn með tengingu hér í Færeyjum. Það er náttúrulega enginn á msn þegar ég loksins henglaðist á netið.

Ég fékk einhverja svakalega fína tengingu með loftneti sem drífur yfir fjörðinn og í einhverja dós sem tæknistjórinn kom með og þaðan í routerinn minn sem tekur merkið og sendir aftur út í loftið og í tölvuna mína og þannig kemst ég á netið. gasalega sniðugt

****

Við komum hingað um miðjan dag á mánudag, allt gekk eins og venjulega. Meira að segja aðflugið hingað var með ljúfasta móti. Við flugum í stórum boga yfir útfallið úr stærsta stöðuvatni Færeyja og komum svo inn til lendingar á flugvöllinn hér í Vogum, lendingin var í meðallagi hörð og ekkert athugavert við hana. Við stigum út og fórum beint að vinna. Morguninn eftir kom vinnufélagi minn til mín og sagði mér að Atlantic Airways hefði misst vél. Hann vissi ekki hvort einhverjir hefðu dáið eða slasast, bara að þeir hefðu misst vél og það hafði kviknað í henni við lendingu í Noregi.

Við fréttum daginn eftir að vélin sem fórst var sú sama og sú sem við höfðum stigið út úr sextán klukkustundum fyrr.

Það er soldið skrýtið og óraunverulegt að sjá mynd af brennandi flugvélaflaki í blöðunum og horfa á þann hluta sem geymdi sæti 3A og ímynda sér að maður hafi sjálfur staðið upp úr þessu sama sæti stuttu áður en það brann með öllu hinu þegar vélinni hlekktist á.

***

Hér er búið að vera fyrstaklassa skítaveður frá því við komum. Hér skiptast á skúrir og rigning, rok og ofsaveður. Hvar er slyddan til að toppa þetta?

mánudagur, október 09, 2006

Jæja þá er allt of stuttu helgarfríi að ljúka. Ég vona að ég fái nettengingu í þessu úthaldi þannig að maður geti fylgst með og jafnvel skrifað eitthvað ef það þarf að tuða yfir einhverju.

laugardagur, október 07, 2006

Í gær eignuðust nafni minn og vinur Haukur og konan hans Heiðrún dreng í Danmörku.Við hér á þessu heimili óskum þeim til innilega hamingju með kútinn. Myndir segja meira en mörg orð.